Um okkur

Velkomin í Sportsól

Við rekum tvær sólbaðsstofur á höfuðborgarsvæðinu, Sportsól Hamraborg 16 og Sportsól Hverafold 1-3.

Okkar loforð

Við leggjum áherslu á að bjóða fyrsta flokks þjónustu, sveigjanlegan opnunartíma og hágæða sólbaðsupplifun. Hreinlæti er í fyrirrúmi hjá okkur, hver bekkur er vandlega þrifinn og sótthreinsaður eftir hverja notkun. Þú færð hjá okkur frítt handklæði til afnota og við bjóðum upp á hreina og þægilega sturtuaðstöðu. 

Bekkirnir okkar fá reglulegt og gott viðhald. Við skiptum um perur oftar en framleiðendur mæla með til að tryggja að viðskiptavinir okkar upplifi alltaf hámarks árangur. 

Hamraborg 16, Kópavogi

Hágæða sólbekkir í Hamraborg:

  • Luxura JEWEL - háþróuð ljósatækni og hámarks þægindi. Djásnið frá Luxura. 
  • Luxura VEGAZ - Sú nýjasti frá Luxura. Ný tækni sem skilar jafnari og dýpri brúnku.
  • Luxura Hapro - standandi bekkur, minni svitamyndun og jöfn brúnka um allan líkmann.
  • Merican M7 - infrared heilsubekkur. Djúp og kraftmikil infrared meðferð sem skilar hámarks árangri á aðeins 15 mínútum.

Hverafold 1-3, Grafarvogi

Nýjasta sólbaðsstofan með toppsólbekki:

  • Luxura JEWEL - háþróuð ljósatækni og hámarks þægindi. Djásnið frá Luxura. 
  • Luxura Hapro - standandi bekkur, minni svitamyndun og jöfn brúnka um allan líkmann.
  • Luxura X10 - klassískur bekkur með háþróuðum andlitsljósum og góðri kælingu.

Við tryggjum að perurnar í öllum sólbekkjum okkar séu reglulega uppfærðar til að hámarka öryggi og árangur, og við trúum því að vel ígrunduð notkun sé lykillinn að bestu niðurstöðunum.

Ábyrg sólbaðsupplifun

Það er mikilvægt að nota sólbekki á ábyrgan hátt til að koma í veg fyrir sólbruna. Við mælum með að byrja með styttri tímum og smám saman auka tíma eftir því sem húðin aðlagast. Að nota sólbekki á réttan hátt tryggir jafna sólbrúnku og verndar húðina. Starfsfólk okkar er ávallt til staðar til að leiðbeina og veita ráðleggingar um hvernig best sé að nýta sólbekkina.

Vörur sem viðhalda brúnkunni

Við bjóðum upp á úrval af sólbaðskremum sem hjálpa til við að viðhalda brúnkunni lengur og næra húðina eftir sólbað. Þessar vörur auka bæði gæði brúnkunarinnar og viðhalda raka í húðinni.

Með áskrift færðu enn meiri þægindi

Með áskrift hefur þú aðgang að öllum okkar bekkjum og getur komið í ljós eða í infrared ljósa meðferð 1x á dag allan ársins hring.

Við elskum viðskiptavini okkar og stefnum á að gera upplifun þína enn betri í hvert skipti sem þú heimsækir okkur. Við viljum að þú upplifir vellíðan og afslöppun í fallegu og hreinu umhverfi þar sem þjónusta og gæði eru í hávegum höfð.

Markmið okkar er að veita þér afslappaða og ánægjulega upplifun þar sem fagmennska og vellíðan fara saman.