M7 infrared bekkur
Við hjá Sportsól erum spennt að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á nýja tækni og nýja upplifun.
Þúsundir Íslendinga nýta sér infrared klefa reglulega og finna fyrir jákvæðum áhrifum á líkama og sál. M7 infrared bekkurinn byggir í grunninn á sömu tækni, en bætir um betur. Ólíkt flestum infrared klefum býr M7 bekkurinn yfir Full Spectrum infrared tækni, sem gefur frá sér nær-, mið- og fjarbylgjur.
Þessar bylgjur ná mun dýpra inn í bandvefi, liði og vöðva líkamans og dreifast jafnar yfir allan líkamann. Áhrifin verða því kraftmeiri og koma fram hraðar.
Hámarksárangri er náð á aðeins 15 mínútum. M7 bekkurinn umlykur líkamann með jafnri og stöðugri ljósorku frá öllum hliðum. Í bekknum er líkaminn mjög nálægt rauðu ljósbylgjunum, því verður virkninn hraðari.
Í flestum infrared klefum tekur nokkurn tíma að finna fyrir hita og virkni og þeir nota yfirleitt aðeins fjarbylgjur. M7 bekkurinn sendir frá sér nær-, mið- og fjarbylgjur samtímis, sem gerir áhrifin dýpri og meiri. Rétt er að taka fram að nær- og miðbylgjur eru jafn skaðlausar líkamanum og fjarbylgjurnar.
Hvað getur M7 infrared bekkurinn gert fyrir þig?
- Rannsóknir benda til að nærbylgjur auki kollagenframleiðslu líkamans
- Bætt blóðflæði og súrefnisflutningur til vöðva og vefja
- Minnkar bólgu og bætir starfsemi ónæmiskerfis
- Dregur úr verkjum í baki og liðum
- Hraðari endurheimt eftir álag
- Minnkar vöðvaspennu og verkjum eftir álag eða æfingar
- Dýpri slökun og minni streita
- Minni svitamyndun en í hefðbundnum infrared klefum
