Skilmálar áskriftarsamnings

Samnings skilmálar þessir gilda frá 1. September 2023

Samnings skilmálar Sportsól Hamrasól ehf. (5310230480)

Við hvetjum þig til þess að kynna þér vel skilmála áskriftarsamningsins. Slíkt fyrirbyggir misskilning og stuðlar að greiðum og góðum samskiptum í framtíðinni. Eftirfarandi skilmálar gilda um áskrift að ljósanotkun hjá Sportsól og er bæði áskrifendum og öðrum notendum hennar skilt að hlíta þessum skilmálum.

  1. Sportsól veitir áskrifanda aðgang að ljósakorti sem áskrifandi er greiðandi að hverju sinni.
  2. Sportsól leigir áskrifanda ótakmarkaða ljósatímanotkun á meðan hann er með gildan samning(miðað við einu sinni á dag), enn með hámarki 14 mín hvert skipti. Áskrifanda er ekki heimilt að leyfa öðrum að nota áskriftina með því að selja, leigja, gefa eða láta hana af hendi með öðrum hætti.
  3. Sportsól býður upp á áskriftarsamninga þar sem áskrifandi skuldbindur sig í tólf mánuði eða með 1 mánaða uppsagnarfrest. Samningnum er ekki hægt að segja upp innan samningstímabilsins. Áskriftarsamningur fellur úr gildi þremur mánuðum eftir að áskrifandi hefur sagt honum upp. Nema um sé að ræða ótímabundin samning þá er uppsagnarfrestur 1 mánuður. Greidd áskrift er ekki afturkræf. Áskrifandi greiðir mánaðarlega umsamda fjárhæð til Sportsól ar á meðan samningur er í gildi.
    • Áskrift hvers mánaðar ber áskrifanda að greiða fyrirfram.
    • Áskrifandi greiðir mánaðargjald skv. gjaldskrá Sportsól ar fyrir afnot sín af einstaklingskorti. Sportsól  er heimilt að breyta mánaðargjaldinu með tilkynningu á www.sportsol.is. Þó breytist mánaðargjaldið ekki fyrstu 1, eða 12 mánuðina, eftir lengd samnings.
    • Sportsól er heimilt að flétta upp þeim sem gerast áskrifendur upp á vanskilaskrá Creditinfo (Lánstraust hf). Sé áskrifandi á vanskilaskrá getur Sportsól rift samningi þessum án frekari viðvarana- og/eða hafnað nýskráningu hans.
    • Áskrifandi heimilar Sportsól  að óska skráningar á vanskilaskrá Creditinfo Lánstraust hf. þegar vanskil hafa varað í að minnsta kosti 60 daga, að öðrum skilyrðum uppfylltum.
  4. Sportsól  er eigandi ljósabekkjanna og ber áskrifanda að gæta þeirra og fara vel með þá.
  5. Hætti áskrifandi að greiða áskrift áður en samningstíma lýkur skv. 3. gr. er Sportsól  heimilt að stöðva ljósanotkun á sólbaðsstofunni til áskrifandans. Áskrifandinn skal engu að síður greiða umsamið áskriftargjald út samningstímann auk kostnaðar sem kann að hljótast af innheimtu þess.
    • Segi áskrifandi upp áskrift eða greiði hann ekki áskriftargjaldið eftir að samningstíma lýkur lokast og eyðist kortið en ef um er samið áður en það lokast að þá er mögulegt að ræða sama samkomulag, annars gildir verðskrá hverju sinni.
    • Uppsagnir skulu berast með þriggja (3) mánaða fyrirvara eða eins (1) mánaða fyrirvara og skal vera sagt upp fyrir 15. þess mánaðar svo uppsögn taki gildi næstkomandi mánaðarmót. Ótímabundinn og 12 mánaða samningar endurnýjast sjálfkrafa hafi ekki borist skrifleg uppsögn til Sportsólar á netfangið askrift@sportsol.is.
  6. Kjósi áskrifandi sem greiðir áskriftargjaldið reglulega, með greiðslukorti, beingreiðslu, eða boðgreiðslum að gera breytingar á áskrift, hvort heldur er varðandi samsetningu áskriftar sem greitt er fyrir eða greiðslumáta áskriftargjaldsins, ber honum að tilkynna slíkar breytingar til Sportsól ar. Tilkynning þarf að berast eigi síðar en 13. dag næsta mánaðar á undan þeim mánuði sem breytingunum er ætlað að taka gildi.
    • Brjóti áskrifandi gegn áskriftarskilmálum þessum er Sportsól heimilt, án fyrirvara, að stöðva notkun á ljósakortinu til hans og krefjast tafarlausra greiðslu skaðabóta með innheimtuaðgerðum.
  7. Innheimta korta/reikninga er í höndum Borgunar og Inkasso, eða aðila sem Sportsól ákveður og hefur til þess leyfi.
  8. Skilríki ber að sýna í hvert skipti sem sólbaðstofan er sótt af viðskiptavini. Facebook prófíll gildir ekki sem skilríki. 18 ára aldurstakmark.
  9. Óheimilt að leyfa þriðja aðila að nýta sér kortið með einhverjum hætti, og ekki er hægt að bjóða þriðja aðila með sér á áskriftarkort.
  10. Sportsól  áskilur sér rétt til þess að breyta áskriftarskilmálum. Breytingar skulu kynntar áskrifendum með að minnsta kosti eins mánaðar fyrirvara á heimasíðunni sportsol.is
  11. Með undirskrift sinni á áskriftarsamningi þessum skuldbindur áskrifandi sig til að hlíta skilmálum sem Sportsól  setur og fram koma í þessum samningi um aðgang áskrifanda að ljósakortinu.
  12. Sportsól  heitir áskrifanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem áskrifandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá áskrifanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
  13. Mál út af samningi þessum má reka fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.