Hreinlæti er í fyrsta sæti hjá okkur. Bekkirnir okkar eru þrifnir eftir hverja notkun með sótthreinsandi efnum sem og öll aðstaða þrifin daglega. Við hvetjum viðskiptavini til að fara vel um stofuna okkar sem og fara úr skóm áður en farið er í ljósabekkina. Við tökum fagnandi á móti öllum ábendingum ef eitthvað mætti betur fara.