Góðar venjur þegar farið er í ljós
Share
Húðin er okkar stærsta líffæri. Sólböð geta verið skaðleg húðinni sé ekki gætt hófsemi og aðgát. Hugaðu vel að því að nota sólarvörn og nota ljósabekki í hófi og passa sérstaklega vel að brenna ekki. Starfsfólk okkar veitir ráðgjöf ef þú ert með viðkvæma húð eða að koma í fyrsta sinn í ljós. Bekkirnir okkar eru með nýjum perum og geta því verið afar sterkir sé þess ekki gætt að vernda húðina með sólarvörn og huga að lengd tíma í samræmi við hvern og einn.
- Notaðu sólarvörn, hún verndar þig fyrir bruna
- Gætti hófsemi í lengd tíma og fjölda skipta
- Taktu vel eftir hvernig húðin þín bregst við
- Veldu styttri tíma en lengri
- Minnkaðu styrkleika ljóssins
- Notaðu gleraugu til að vernda augun